Hvernig á að fara til útlanda án þess að vera bitinn af ísbirni, rændur af leigubílstjóra og rotaður af lögregluþjóni
Hefur þig alltaf dreymt um að góna upp á Frelsisstyttuna, klöngrast eftir Kínamúrnum og taka selfí við stóra píramídann í Gíza? Þá er þetta bara alls ekki bókin fyrir þig því ég fer með þig á miklu skemmtilegri og skrýtnari slóðir.
Ég mæti á Barnastökkshátíðina á Spáni, versla á lífshættulegum markaði í Taílandi, kafa með krókódílum í Ástralíu, keppi í táglímu á Englandi, syndi með marbendlum í Bandaríkjunum, smakka eitraðan kúlufisk í Japan og tíni nyrstu blóm veraldar á Grænlandi, svo fátt eitt sé nefnt.
Leiðarvísir minn um heiminn er stútfullur af fánýtum fróðleik og flottum myndum og tryggir þér ógleymanlegt ferðalag um allan heim. Svo má alltaf nota bókina sem hurðastoppara eða búa til hundrað skutlur úr henni. Þú ræður bara hvað þú gerir, það varst þú sem keyptir hana.
160 bls.