Steinsmiðurinn

Höfundur: Camilla Läckberg

2.490 kr.

Steinsmiðurinn er sjálfstæð spennubók í hinni geysivinsælu Fjällbacka-seríu.

Árla morguns í Fjällbacka fer sjómaðurinn Frans Bengtsson út að vitja um humargildrur sínar. Þegar hann dregur upp síðustu gildruna er eins og eitthvað haldi á móti. Hann þarf að nota alla sína krafta til að draga upp gildruna og áttar sig á að hann hefur ekki fengið neinn venjulegan feng. Þegar gildran rýfur loks yfirborðið kastar hann sér að borðstokknum og ælir. Þvert yfir gildruna hangir líflaus lítil stúlka.