„Aldrei vekja mig af þessum draumi!“
Eldmóður og ástríða Gumma Ben urðu víðfræg um allan heim eftir lýsingar hans á leikjum Íslands á EM 2016. Enda lifir hann og hrærist í fótbolta. Hér hefur hann skrifað og tekið saman stórskemmtilega bók fyrir fólk á öllum aldri þar sem kennir ótrúlega margra grasa.
Gummi var einn efnilegasti fótboltamaður Evrópu en lenti í erfiðum meiðslum. Hann hélt í drauminn og gafst aldrei upp. Í bókinni segir hann sína sögu, fjallar um æskuna og fótboltann.
Hann útnefnir draumalið Íslands fyrr og síðar. Fjallar um bestu karla og konur heims, rifjar upp æskuár snillinganna og segir magnaðar sögur um hetjur eins og Pelé, Maradona, Zlatan og Mörtu á bernskuárum þegar þau lögðu allt í sölurnar fyrir „leikinn fagra“.
Hverjir hafa spilað flesta leiki á HM og skorað mest?
Hver er yngsti atvinnumaðurinn í fótbolta?
Hver er skrýtnasta þrenna sögunnar?
Hver er fáránlegasti landsleikur sögunnar?
Hverjar voru fyrstu konurnar sem spiluðu fótbolta?
Hver var fyrsta brasilíska stórstjarnan?
Gummi kemur víða við í þessari litríku bók, alltaf heillaður, alltaf heillandi. – Stöngin inn, eins og honum er lagið.
260 bls.