Sagan af kúnni sem stökk til sunds til að bjarga lífi sínu
Einu sinni var kýr sem bjó á bóndabæ einum í Önundarfirði í sátt og samlyndi við dýr og menn. Í firðinum mátti gjarnan sjá smáhveli stökkva upp úr sjónum og dreymdi hana oft um að synda um höfin blá eins og hvalirnir.
Það var svo einn kaldan haustdag að bóndinn á bænum gekk brúnaþungur um fjósið og valdi nokkrar kýr sem þurfti að senda í sláturhús. Hann greip í ól kýrinnar dreymnu og teymdi hana upp á vörubíl sem lagði af stað í sláturhúsið á Flateyri.
Skyldi líf kýrinnar enda svona?
Var úti um alla drauma?
Nú var að hrökkva eða stökkva!
Bókina prýðir fjöldi afar glæsilegra litmynda eftir Freydísi Kristjánsdóttur.