Árið 1941 stigmagnast seinni heimsstyrjöldin og Evrópa brennur. Í skerjagarðssælunni í Arkösund er hins vegar allt nánast eins og það á að sér að vera. En ekki fyrir alla. Þegar Margareta, dóttir verksmiðjueiganda, hittir gyðinginn Henry umturnast líf þeirra.
Árið 2024 stendur hjúkrunarfræðingurinn Lilly á krossgötum. Eftir að hafa lent í svikum og glímt við veikindi vegna kulnunar ákveður hún að snúa ekki aftur á gamla vinnustaðinn. Í tómarúminu fær hún sér sumarstarf á elliheimilinu Unaðsreit í Arkösund. Vinnan og samstarfsfólkið valda djúpstæðri breytingu á Lilly og hægt og rólega finnur hún sjálfa sig aftur.
Á sama tíma skapast sönn vinátta milli hennar og hinnar dularfullu Margaretu sem dvelur á elliheimilinu. Fortíðin ásækir gömlu konuna og Lilly dregst inn í stórbrotið ævintýri sem teygir sig aftur til stríðsáranna.
Þar sem hafið glitrar er sjálfstætt framhald af hinni vinsælu bók Þar sem villtu blómin vaxa eftir Louise Strömberg í Skerjagarðs-seríunni. Grípandi skáldsaga um hvernig djúp vinátta getur kviknað þegar síst skyldi og hvernig ástin getur breytt öllu.
Louise Strömberg er markþjálfi, jógakennari og rithöfundur. Hennar leiðarljós er að leiðbeina fólki um að lifa í sjálfbærni og af hjartans lyst – það gerir hún í gegnum bækur, fyrirlestra, instagram-síðu sína og jógatíma.
Urður Snædal íslenskaði.

Þar sem hafið glitrar – Skerjagarðsserían 