Þegar heimurinn lokaðist er sagan af fólkinu sem lagði í sögulega hættuför frá Norðurlöndum og meginlandi Evrópu til Petsamo við Norður-Íshafið og sigldi út á haf þar sem tundurdufl og kafbátar leyndust. Margir Petsamo-faranna höfðu lokið námi í vísindum og listum og áttu eftir að reynast landi og þjóð ómetanlegir á ýmsum sviðum mannlífsins á komandi áratugum.
Davíð Logi Sigurðsson hefur skrifað söguna af þessari frægustu siglingu aldarinnar.
Bókin er prýdd tugum einstakra ljósmynda sem ekki hafa komið fyrir sjónir almennings áður.