Þegar heimurinn lokaðist, Petsamo-ferð Íslendinga 1940

Höfundur: Davíð Logi Sigurðsson

5.490 kr.

Árið er 1940 og heimurinn er vígvöllur. Ferðir milli Íslands og Evrópu hafa lagst af vegna styrjaldarinnar. Víða um lönd eru Íslendingar sem þrá að komast heim. Eftir margra mánaða þrotlausa vinnu íslenskra embættismanna samþykkja loks Þjóðverjar og Bretar að senda megi stærsta skip okkar, Esjuna, til að sækja fólkið í einni ferð.