Fyrir nokkrum árum ákvað knattspyrnumaðurinn og sálfræðineminn Bergsveinn Ólafsson að setjast niður og kortleggja á tveimur vikum hvað einkenndi innihaldsríkt líf. Ekki leið á löngu uns hann áttaði sig á að þetta yrði mögulega stærsta verkefni hans í lífinu. Það vakti talsverða athygli þegar Bergsveinn, sem hafði átt mikilli velgengni að fagna í íþrótt sinni, ákvað síðan að fylgja hjartanu og leggja skóna á hilluna skömmu fyrir mót. Með ástríðuna og kunnáttu úr jákvæðri sálfræði að vopni hefur Beggi nú kortlagt tíu skref í átt að innihaldsríkara lífi. Bók sem á sannarlega erindi við alla.
„Bergsveinn vefur saman ólíka þræði að einni miðju með góðum og uppbyggilegum hætti. Þræði orsaka geðheilsu og almenns velfarnaðar í lífinu.“
Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar
„Begga tekst hér mjög vel að koma til skila fjölmörgum leiðum sem fólk getur notað til að bæta líf sitt. Ástríðan skín í gegn. Allir ættu að hafa gagn af því að lesa þessa bók!“
Sölvi Tryggva, fjölmiðlamaður
„Áhugaverð, skemmtileg og fræðandi bók. Mæli eindregið með lestri þessarar bókar, hún kveikir neistann!“
Hermundur Sigmundsson, prófessor í sálfræði við Háskólann í Þrándheimi og HR