Tíu skref í átt að innihaldsríku lífi

Höfundur: Bergsveinn Ólafsson

4.900 kr.

Frí heimsending

„Þessi bók er einlæg lýsing á því hvernig unnt er að öðlast tilgang í lífinu. Hún er rituð af þroska og óvenju næmu innsæi og er sönn áminning um það að lífið er lærdómsferli þar sem mikilvægast er að njóta ferðarinnar í stað þess að einblína á útkomuna.

Bergsveinn lýsir því á bæði gagnreyndan og fallegan hátt hvernig við getum tekið stjórn á eigin lífi og setur fram leiðir um hvernig við getum, skref fyrir skref, farið í gegnum þá vinnu sem við þurfum að leggja á okkur til að ná markmiðum okkar. – Skyldulesning fyrir fólk á öllum aldri og öllum þroskastigum lífsins. Kærkomin gjöf þeim sem eru tilbúin að opna bæði hug og hjarta og leggja á sig vinnu til að bæta eigið líf.“

Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor í sálfræði við HR og Columbia-háskóla