Sólborg svara vangaveltum unglinga um samskipti kynjanna, kynlíf, sambönd, mörk og sjálfsöryggi og leggur áherslu á að efla sjálfsmynd þeirra og öryggi í samskiptum.
Sólborg hefur starfað sem fyrirlesari síðastliðin ár og haldið fjölda fyrirlestra fyrir þúsundir barna og unglinga um land allt. Þar hefur hún meðal annars sinnt fræðslu um samskipti, kynlíf, ofbeldi og fjölbreytileika við góðan árangur. Í byrjun árs 2021 var Sólborg skipuð af mennta- og menningarmálaráðherra sem formaður starfshóps um eflingu kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi.