Veran í moldinni – hugarheimur matarfíkils í leit að bata

Höfundur: Lára Kristín Pedersen

4.990 kr.

ÚTGÁFUTILBOÐ OG FRÍ HEIMSENDING

„Ég laumast inn til ömmu og afa, stel bíllyklunum og dríf mig í Hagkaup. Í millitíðinni hafði ég farið út í ruslatunnu og sótt brauðstangirnar. Mér fannst það ekki spennandi en amma og afi höfðu ekki átt neitt almennilegt inni hjá sér nema smá Toblerone og einhverja kökuafganga sem ég var búin að klára. Ég varð að fá eitthvað meira og tróð því ruslatunnulyktandi brauðstöngunum í mig. Skömmin við þá gjörð var mikil en það er ekki eins og ég hafi verið að gera það í fyrsta sinn.“