Írska ljóðskáldið William Butler Yeats (1865-1939) hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1923, þá 58 ára að aldri.
Enn þann dag í dag er hann talinn á meðal fremsta bókmenntafólks á fyrri hluta 20. aldar og líklega það skáld sem hvað frægast hefur orðið á Írlandi. Ljóð hans bera vitni um djúpa skapgerð, ríkan menningararf og skáldlist sem vert er að halda á lofti þótt langt sé liðið síðan ljóðin voru ort. Í fótspor hans rötuðu mörg af fremstu skáldum 20. aldar.
Hér birtast á einni bók nokkur af hans frægustu ljóðum í nýjum íslenskum þýðingum Sölva Björns Sigurðssonar sem hlaut Hin íslensku bókmenntaverðlaun fyrir skáldsöguna Seltu árið 2020. Einnig ritar Sölvi Björn eftirmála.