Undurfagra ævintýr 1933-2019 – þjóðhátíðarlög Vestmannaeyja og þjóðhátíðarmenning
Í bókinni er saga þjóðhátíðarlaga Vestmannaeyja rakin frá öndverðu. Ljóð og textar, gítarhljómar, minningar úr Herjólfsdal, viðtöl við höfunda og flytjendur ásamt fjölda fallegra ljósmynda sameinast í undurfögru ævintýri.
Hægt er að hlusta á þjóðhátíðarlögin úr bókinni með því að skanna kóða með síma.