Hver var sú Reykjavík sem birtist mönnum í upphafi 20. aldar þegar heimastjórn og síðan fullveldi blöstu loks við?
Því svarar enginn betur en Benedikt Gröndal (1826-1907) skáld og náttúrufræðingur sem skrifaði um aldamótin 1900 þá einstæðu lýsingu á höfuðstaðnum sem hér birtist í fyrsta sinn á sérstakri bók, prýdd miklum fjölda sjaldséðra ljósmynda.
Benedikt var kunnur fyrir bæði skarpskyggni og kímni, yfirburða fróðleik, ritfimi og skemmtilega framsetningu. Hann skrifaði hina frægu gamansögu Heljarslóðarorrustu en einnig sjálfsævisöguna Dægradvöl sem var of bersögul til að vera gefin út fyrr en eftir dauða hans.
Þeir hæfileikar sem gerðu Dægradvöl og Heljarslóðarorrustu einstakar í íslenskum bókmenntum birtast einnig í þessari bráðfjörugu Reykjavíkurlýsingu. Benedikt lýsir bæði mannvirkjum og mannlífi, sögu höfuðstaðarins og íbúanna af næmleik og gamansemi. Húmorinn er stundum skarpur, jafnvel meinhæðinn, og hittir ævinlega í mark.
Hér birtast margir ógleymanlegir karakterar, litríkir Reykvíkingar eins og Benedikt var sjálfur.
260 bls.

Saga Hnífsdals
Gátan
Anatómía fiskanna
Dagbók Kidda klaufa 17 – Rokkarinn reddar öllu
Ljóðin hennar Vigdísar
Valli litli rostungur – ævintýri byggt á sannri sögu
Skuggar
Blóðmeri
Bára og bæði heimilin
Skuggabrúin
Keltar – áhrif á íslenska tungu og menningu (kilja)
Sönglögin okkar 