Fjällbacka-serían

Bækur Camillu Läckberg um líf og glæpi í Fjällbacka hafa farið sigurför um heiminn frá því fyrsta bókin, Ísprinsessan, kom út árið 2003.

Fjällbacka-serían er nú loksins fáanleg í heild sinni á íslensku, alls tíu æsispennandi bækur. Hver bók er sjálfstæð glæpasaga og um leið eru bækurnar lífleg og skemmtileg lýsing á samfélaginu í bænum Fjällbacka á vesturströnd Svíþjóðar. Erica Falck rithöfundur og lögreglumaðurinn Patrik Hedström eru þar í forgrunni ásamt öðrum úr áhugaverðu persónusafni bókanna.

Camilla Läckberg er sannkölluð drottning evrópskra spennubóka. Bækur hennar hafa selst í meira en 20 milljónum eintaka í yfir 60 löndum.

Öll Fjällbacka-serían fæst á sérstöku tilboðsverði, tíu bækur á aðeins 19.900 krónur. Stakar bækur fást á 2.490 krónur.

Kauptu alla seríuna

Stakar bækur